fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Áhugaverð staða Róberts til umræðu – „Hann og hans fjölskylda sætta sig ekki við þetta“

433
Miðvikudaginn 21. maí 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Orri Þorkelsson hefur verið í aukahlutverki í upphafi móts með Víkingi í Bestu deildinni. Þetta var tekið fyrir í Þungavigtinni í gær.

Varnarmaðurinn gekk í raðir Víkings í sumar og sneri þar með heim eftir nokkur ár í atvinnumennsku í MLS-deildinni vestan hafs og Noregi.

Róbert meiddist að vísu í fyrsta leik á undirbúningstímabilinu en hefur hann verið á bekknum í öllum sjö leikjum Víkings í Bestu deildinni til þessa og komið tvisvar við sögu í örfáar mínútur.

„Hann fær ekki mínútur. Hann er einn af fimm launahæstu leikmönnum Víkings, ég er nokkuð pottþéttur á því, en Sveinn Gísli er bara búinn að taka stöðuna,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni.

„Það verður spurning hvað gerist með hann í glugganum. Hann og hans fjölskylda sætta sig ekki við þetta.“

Róbert er samningsbundinn Víkingi út leiktíðina 2027. Hann er uppalinn í Aftureldingu en lék með Breiðabliki áður en hann fór út í atvinnumennsku á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“
433Sport
Í gær

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær