„Óveðurský,“ sagði Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net um ástandið á Akranesi en ÍA í Bestu deild karla er í tómu basli.
ÍA byrjaði tímabilið vel en síðan hefur hallað hressilega undan fæti í deildinni, liðið er í fallsæti í Bestu deildinni og úr leik í bikarnum.
FH sem sat á botni Bestu deildarinnar í gær heimsótti ÍA í gærkvöldi og vann 3-1 sigur.
„Jón Þór er búin að viðurkenna að það þurfi að gera eitthvað, auðvitað er hann með áhyggjur. Maður fer að spyrja sig hver staðan hans sé,“ sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu á Fótbolta.net.
Skagamenn voru mjög öflugir á síðustu leiktíð en síðan hefur hallað undan fæti. „Það sem þeir byggðu upp á sterkum varnarleik og nú stendur ekki steinn yfir steini. Það er bras á þeim, ég sá þetta ekki fyrir.“
Valur benti á að markvörður liðsins Árni Marinó Einarsson væri að gefa of mikið af mörkum.
„Þetta er ekki nógu gótt, Árni Marinó er að gefa mörk,“ sagði Valur og benti svo á fleiri leikmenn.