fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Myndband: Hraunaði yfir blaðamann – „Þú veldur mér miklum vonbrigðum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. maí 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, lét óánægju sína með blaðamann í ljós á fréttamannafundi fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar annað kvöld.

Tottenham mætir þar Manchester United og geta bæði lið bjargað hörmulegu tímabili heima fyrir með því að vinna þennan titil og tryggja sér um leið Meistaradeildarsæti.

Dan Kilpatrick, blaðamaður Standard, skrifaði fyrir fréttamannafund dagsins grein þar sem hann sagði að Postecoglou yrði annað hvort hetja eða trúður, eftir því hvernig leikurinn á morgun fer.

Á fundinum spurði hann svo Ástralann hvort hann áttaði sig á því hversu stutt væri á milli árangurs og hörmunga í leiknum, án þess að nota sama orðalag og í grein sinni.

Postecoglou hafði greinilega lesið greinina og lét Kilpatrick heyra það. „Ég er ekki og verð aldrei trúður, félagi. Þú veldur mér miklum vonbrigðum með því að nota slíkt orðalag um mann sem hefur unnið sig upp á þann stað sem ég er á í dag í 26 ár, án nokkurra greiða.“

Myndband af þessu er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið