Forráðamenn Ofurdeildarinnar í Sádí Arabíu ætla sér stóra hluti í sumar á markaðnum.
Sky Sports fjallar um málið og segir deildina meðal annars horfa til Bruno Fernandes, Jack Grealish og Victor Osimhen.
Sky segir það ólíklegt að Bruno fari frá Manchester United þar sem honum líður vel hjá félaginu. Bruno er með samning til gildir til ársins 2027 með möguleika á auka ári.
Grealish hefur lítið spilað hjá Manchester City á þessu tímabili og gæti þegið það að fá einn feitan samning í Sádí.
Osimhen var nálægt því að fara til Sádí síðasta sumar en endaði á láni hjá Galatasaray frá Napoli.
Sádarnir hafa verið með veskið á lofti síðustu ár en talað er um að peningarnir sem þeir hafa í nýja leikmenn hafi líklega aldrei verið meiri.