Adidas ákvað að gleðja Lionel Messi með því að gefa honum átta gullhringi sem viðurkenningu fyrir Gullknettina átta sem hann hefur unnið.
Messi fékk þann áttunda í gær en hann varð Heimsmeistari með Argentínu sem skilaði honum titli.
Lionel Messi hreppti í gær Ballon d’Or verðlaunin eftirsóttu í áttunda skiptið
Líklega var þetta síðasta skiptið sem Messi fær þessi verðlaun en ólíklegt er að hann vinni fleiri núna þegar hann er leikmaður Inter Miami.
Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn en um er að ræða virtustu verðlaun fyrir knattspyrnufólk.