Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora tvö mörk fyrir Lyngby í leik gegn FC Helsingør í danska bikarnum. Lyngby er með forystu í leiknum.
Gylfi skoraði sitt fyrsta mark fyrir danska félagið úr vítaspyrnu en það síðara kom af löngu færi.
Danskir stuðningsmenn Lyngby eru afar sáttir með mörk Gylfa og þá sérsaklega það síðara.
Gylfi skoraði á dögunum tvö mörk fyrir íslenska landsliðið í sigri á Liechtenstein og nú hefur hann skorað fyrstu mörkin í Danmörku.
Gylfi hefur byrjað síðustu leiki Lyngby og er að komast í gott form eftir að hafa verið fjarverandi frá leiknum í rúm tvö ár.
Gylfi Sigurdsson med et klasse mål! Av av av💙
— Kongeblå Bertram💙 (@BertramFodbold) October 31, 2023