fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Sjáðu myndbandið: Carragher og Neville tókust heiftarlega á í gær -„Af hverju þarf ég að hlusta á þig?“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 30. október 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingarnir og fyrrum knattspyrnumennirnir Gary Neville og Jamie Carragher tókust duglega á eftir tap Manchester United gegn Manchester City í gær.

Neville er auðvitað fyrrum leikmaður United og horfði hann upp á 0-3 tap í gær.

„Enginn okkar getur útskýrt hvað Manchester United er að reyna að gera. Ten Hag hefur verði þarna í næstum 18 mánuði. Á sama tíma höfum við séð Unai Emery taka við Aston Villa og Ange Postecoglou Tottenham,“ sagði Carragher gagnrýninn í setti Sky Sports.

Neville vill frekar kenna því sem er í gangi á bak við tjöldin um. Eigendurnir, Glazer fjölskyldan, eru langt frá því að vera vinsælir. Sir Jim Ratcliffe er líklega að eignast 25% hlut í félaginu og ætlar að taka til í fótboltamálum.

„Ég verð að vera sammála þér Carra. Þessir stjórar koma inn í stabílt umhverfi. United er með mann sem hangir yfir sér og er í öllum fréttum. Mann sem er að fara að eignast 25% í félaginu,“ sagði Neville en Carragher vildi ekki heyra þetta.

„Nei Gary, Nei,“ sagði hann en Neville greip inn í á ný.

„Hlustaðu á mig. Af hverju hlustarðu ekki? Af hverju þarf ég að hlusta á þig en þú hlustar ekki á mig? Þetta er knattspyrnufélag og það er náungi sem vill koma inn og hreinsa út knattspyrnudeildina. Ímyndaðu þér hvað er í gangi í kringum Ten Hag. Þetta er eitrað umhverfi,“ sagði hann.

Carragher tók til máls á ný.

„Það sem Ten Hag gerir á æfingasvæðinu frá mánudegi til föstudags hefur ekkert að gera með það að Jim Ratcliffe komi inn í þetta. Hvað er Manchester United að reyna að gera með boltann? Þeir spila eins og þeir séu litla liðið og hafa gert frá því hann kom.“

Umræðan í heild er hér ofar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“
433Sport
Í gær

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga