Neville er auðvitað fyrrum leikmaður United og horfði hann upp á 0-3 tap í gær.
„Enginn okkar getur útskýrt hvað Manchester United er að reyna að gera. Ten Hag hefur verði þarna í næstum 18 mánuði. Á sama tíma höfum við séð Unai Emery taka við Aston Villa og Ange Postecoglou Tottenham,“ sagði Carragher gagnrýninn í setti Sky Sports.
Neville vill frekar kenna því sem er í gangi á bak við tjöldin um. Eigendurnir, Glazer fjölskyldan, eru langt frá því að vera vinsælir. Sir Jim Ratcliffe er líklega að eignast 25% hlut í félaginu og ætlar að taka til í fótboltamálum.
„Why do I have to listen to you, but you won’t listen to me!“ 😠
A passionate rant from @GNev2 on Manchester United 🔴 pic.twitter.com/zcMiLmX7BH
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 29, 2023
„Ég verð að vera sammála þér Carra. Þessir stjórar koma inn í stabílt umhverfi. United er með mann sem hangir yfir sér og er í öllum fréttum. Mann sem er að fara að eignast 25% í félaginu,“ sagði Neville en Carragher vildi ekki heyra þetta.
„Nei Gary, Nei,“ sagði hann en Neville greip inn í á ný.
„Hlustaðu á mig. Af hverju hlustarðu ekki? Af hverju þarf ég að hlusta á þig en þú hlustar ekki á mig? Þetta er knattspyrnufélag og það er náungi sem vill koma inn og hreinsa út knattspyrnudeildina. Ímyndaðu þér hvað er í gangi í kringum Ten Hag. Þetta er eitrað umhverfi,“ sagði hann.
Carragher tók til máls á ný.
„Það sem Ten Hag gerir á æfingasvæðinu frá mánudegi til föstudags hefur ekkert að gera með það að Jim Ratcliffe komi inn í þetta. Hvað er Manchester United að reyna að gera með boltann? Þeir spila eins og þeir séu litla liðið og hafa gert frá því hann kom.“
Umræðan í heild er hér ofar.