Manchester United goðsögnin Roy Keane hefur fengið nóg af því að sjá Bruno Fernandes sem fyrirliða liðsins og kallar eftir breytingum.
Þetta sagði Keane eftir 0-3 tap United á heimavelli gegn Manchester City í gær. Fernandes var gerður að fyrirliða í sumar en Keane er ekki hrifinn.
„Eftir að hafa horft á hann í dag myndi ég 100% taka fyrirliðabandið af honum. Ég veit að það er stór ákvörðun en hann er ekki efni í fyrirliða,“ segir hann.
„Hann er hæfileikaríkur, um það verður ekki deilt. En hvernig hann kvartar og kveinar, baðar út höndum, það er óásættanlegt. Hann er andstæðan við það sem þú vilt sjá frá fyrirliða.
Það þarf að gera breytingar og það þarf að byrja einhvers staðar. Ég myndi byrja á þessu því þetta er eitthvað sem stjórinn getur breytt.“