„Fyrir skömmu, var sú akvörðun tekin á milli knattspyrnuráðs ÍBV og Todors Hristov , sameiginlega, að Todor myndi láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna.,“ segir í frétt frá ÍBV:
Segir félagið að tími hafi verið tekin í að skoða málin. „Sú ákvörðun var hvorki tekin í flýti né hugsunarleysi. Knattspyrnuráð ÍBV vill koma á framfæri miklum þökkum til Todors, fyrir hans mikilvægu störf í þágu kvennaknattspyrnu í Vestmannaeyjum.“
„Todor tekur nú við öðrum verkefnum hjá félaginu. Hann mun þjálfa 2.flokk karla á næsta tímabili sem er mikið fagnaðarefni fyrir félagið. Það er trú félagsins að Todor leggi þann mikla metnað sem í honum býr í þetta verkefni.“