Breiðablik tapaði illa gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Um leiki í 3. umferð var að ræða og eru Blikar enn án stiga.
Belgíska liðið gekk frá leiknum strax í byrjun en Omri Gandelman kom þeim yfir á 10. mínútu. Hugo Cuypers gerði svo tvö mörk með skömmu millibili og kom Gent í 3-0.
Tarik Tissoudali gerði fjórða mark Gent á 43. mínútu og staðan í hálfleik 4-0.
Hinn efnilegi Gift Orban kom Gent í 5-0 þegar um 20 mínútur lifðu leiks. Blikar fengu tækifæri til að klóra í bakkann í uppbótartíma en þá klikkaði Höskuldur Gunnlaugsson á vítaspyrnu. Meira var ekki skorað.
Blikar eru sem fyrr segir án stiga í riðlinum eftir þrjá leiki . Gent er á toppnum með 7 stig. Zorya Luhansk er með 4 stig og Maccabi Tel Aviv 3 en þau hafa aðeins leikið tvo leiki.
Fleiri leikir fóru fram á sama tíma og vann Aston Villa til að mynda AZ Alkmaar 1-4. Leon Bailey, Youri Tielemans, Ollie Watkins og John McGinn gerðu mörkin.
Þá vann færeyska liðið KÍ Klaksvík glæstan sigur á Olimpija Ljubljana og er með 4 stig.
Hér að neðan eru úrslit kvöldsins hingað til.
A-riðill
KÍ Klaksvík 3-0 Olimpija Ljubljana
Lille 2-1 Slovan Bratislava
B-riðill
Gent 5-0 Breiðablik
C-riðill
Balkani 1-2 Astana
D-riðill
Lugano 1-3 Club Brugge
E-riðill
AZ Alkmaar 1-4 Aston Villa
H-riðill
Fenerbahce 3-1 Ludogorets