fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Sambandsdeildin: Blikar fengu slæma útreið í Belgíu – Færeyingar með glæstan sigur

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. október 2023 18:41

Mynd/Helgi VIðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tapaði illa gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Um leiki í 3. umferð var að ræða og eru Blikar enn án stiga.

Belgíska liðið gekk frá leiknum strax í byrjun en Omri Gandelman kom þeim yfir á 10. mínútu. Hugo Cuypers gerði svo tvö mörk með skömmu millibili og kom Gent í 3-0.

Tarik Tissoudali gerði fjórða mark Gent á 43. mínútu og staðan í hálfleik 4-0.

Hinn efnilegi Gift Orban kom Gent í 5-0 þegar um 20 mínútur lifðu leiks. Blikar fengu tækifæri til að klóra í bakkann í uppbótartíma en þá klikkaði Höskuldur Gunnlaugsson á vítaspyrnu. Meira var ekki skorað.

Blikar eru sem fyrr segir án stiga í riðlinum eftir þrjá leiki . Gent er á toppnum með 7 stig. Zorya Luhansk er með 4 stig og Maccabi Tel Aviv 3 en þau hafa aðeins leikið tvo leiki.

Fleiri leikir fóru fram á sama tíma og vann Aston Villa til að mynda AZ Alkmaar 1-4. Leon Bailey, Youri Tielemans, Ollie Watkins og John McGinn gerðu mörkin.

Þá vann færeyska liðið KÍ Klaksvík glæstan sigur á Olimpija Ljubljana og er með 4 stig.

Hér að neðan eru úrslit kvöldsins hingað til.

A-riðill
KÍ Klaksvík 3-0 Olimpija Ljubljana
Lille 2-1 Slovan Bratislava

B-riðill
Gent 5-0 Breiðablik

C-riðill
Balkani 1-2 Astana

D-riðill
Lugano 1-3 Club Brugge

E-riðill
AZ Alkmaar 1-4 Aston Villa

H-riðill
Fenerbahce 3-1 Ludogorets

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“