Arsenal vill semja við William Saliba sem fyrst. Það er áhugi á kappanum annars staðar frá.
Miðvörðurinn ungi fór á kostum með Arsenal áður en hann meiddist fyrr í vor. Hann er frá út tímabilið.
Saliba gekk í raðir Arsenal árið 2019 en hefur þrisvar verið lánaður út. Um tíma leit út fyrir að hann ætti ekki framtíð hjá Lundúnafélaginu en annað hefur komið á daginn á þessari leiktíð.
Það er þó aðeins ár eftir af samningi Saliba við Arsenal.
RMC Sport segir að þrjú stórlið hafi spurst fyrir um leikmanninn.
Arsenal þarf því að hafa hraðar hendur að semja við Saliba. Liðið þarf á honum að halda á næstu leiktíð, en það er að snúa aftur í Meistaradeild Evrópu eftir sjö ára fjarveru.