Henry Birgir Gunnarsson settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga. Þar var einnig Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþróttafrétta á Torgi.
Pele var til umræðu. Knattspyrnugoðsögnin lést á dögunum. Hann var 82 ára gamall.
Forseti FIFA Gianni Infantino vill sjá þjóðir nefna leikvanga sína eftir Pele.
„Það yrði eiginlega best ef Hlíðarendi yrði Svarta Perlan við Perluna,“ segir Hörður.
„Þetta verður aldrei að veruleika en það er gaman að bulla í þessu.“
Henry tók til máls og er ekki aðdáandi Infantino.
„Af hverju ætti samt einhver að fara eftir því sem þessi trúður er að segja? Bara það að hann stingi upp á því er ástæða til að segja nei. Takandi Selfie við líkkistuna, þetta er ekkert eðlilegur sauður.“