Graham Potter, stjóri Chelsea, er ekki að missa starf sitt hjá félaginu og er enn með fullan stuðning stjórnarinnar.
The Telegraph fullyrðir þessar fréttir og að það sé engin pressa á Potter sem tók við fyrr á tímabilinu.
Fréttirnar koma þó töluvert á óvart en Chelsea hefur aðeins versnað undir Potter ef eitthvað er en hann tók við af Thomas Tuchel.
Chelsea situr í tíunda sæti ensku deildarinnar og tapaði síðasta leik sínum 1-0 heima gegn Manchester City.
Að sama skapi hefur liðið aðeins fengið sex stig úr heilum átta leikjum sem er ömurlegur árangur fyrir svo stórt lið.
Telegraph segir þó að Potter sé enn mjög öruggur í sínu starfi og það sé ekki verið að íhuga að reka hann á næstunni.