Manchester United hefur staðfest komu Jack Butland til félagsins. Árið 2017 sagðist hann aldrei ætla að verða varamarkvörður.
Butland er 29 ára gamall markvörður og kemur á láni frá Crystal Palace. Hann mun, ásamt Tom Heaton, veita aðalmarkverðinum David De Gea samkeppni um markvarðarstöðuna á Old Trafford.
Butland hefur spilað 87 leiki í ensku úrvalsdeildinni og á hann níu A-landsleiki að baki fyrir Englands hönd.
Árið 2017 var Butland leikmaður Stoke og þótti gríðarlegt efni en hann var spurður að því hvort hann vildi koma til United og vera markvörður.
„Ég færi aldrei neitt til að vera númer 2,“ sagði Butland sem tók skrefið í dag og varð að varamarkverði fyrir David de Gea en hann var í sömu stöðu hjá Crystal Palace.