Manchester City vann mikilvægan 0-1 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Riyad Mahrez gerði eina mark leiksins á 63. mínútu. Hann var nýkominn inn á sem varamaður.
Úrslitin þýða að City er komið fimm stigum á eftir Arsenal og situr í öðru sæti deildarinnar.
Það kom upp furðulegt og fremur skondið atvik á einum tímapunkti leiksins.
Þá var Kyle Walker að taka innkast en þrumaði boltanum í átt að liðsfélaga sínum, Bernando Silva.
Portúgalinn þurfti að hafa sig allan við til að forðast kastið.
Þetta má sjá hér að neðan.
Kyrie Walker throw in at Bernardo Silva 🤣😂#CHEMCI pic.twitter.com/EAkyqlaX0y
— Milor ☮ (@Milor_EH) January 5, 2023