Man Utd 3 – 1 Everton
1-0 Antony(‘6)
1-1 Conor Coady(’14)
2-1 Conor Coady(’52, sjálfsmark)
3-1 Marcus Rashford(’96, víti)
Manchester United er búið að tryggja sæti sitt í næstu umferð enska bikarsins eftier leik við Everton í kvöld.
Ballið byrjaði snemma leiks en Brassinn Antony kom Man Utd yfir eftir aðeins sex mínútur.
Conor Coady jafnaði metin fyrir Everton stuttu seinna og var svo aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik.
Seinna mark Coady var hins vegar sjálfsmark og sá hann um að koma heimaliðinu aftur yfir.
Það var svo vítaspyrna Marcus Rashford í uppbótartíma sem kláraði dæmið og lokatölur, 3-1.