Chelsea hefur staðfest komu Benoit Badiashile til félagsins. Miðvörðurinn ungi hefur heillað með Monaco og tekur nú skrefið til Englands.
Chelsea mun greiða Monaco 38 milljónir evra fyrir Badiashile. Hann semur til 2030.
Todd Boehly eigandi Chelsea hefur svo sannarlega ekki sparað í leikmannakaupum frá því að hann eignaðist félagið síðasta vor.
Á nokkrum mánuðum hefur Chelsea verslað inn varnarmenn fyrir 207 milljónir punda en leikur liðsins hefur þó ekki verið góður.
Chelsea hefur fest kaup á Marc Cucurella, Wesley Fofana, Kalidou Koulibaly og nú Badiashile. Varnarmenn fyrir tæpa 36 milljarða á örfáum mánuðum er ansi rífleg upphæð.
🔵 Chelsea's defensive signings in 2022/23
◾️ Fofana – £75m
◾️ Cucurella – £63m
◾️ 𝗕𝗮𝗱𝗶𝗮𝘀𝗵𝗶𝗹𝗲 – £𝟯𝟱𝗺
◾️ Koulibaly – £34m💰 Total – £𝟐𝟎𝟕𝐦 pic.twitter.com/2fT87nvI1e
— Football Daily (@footballdaily) January 5, 2023