Benfica í Portúgal er búið að gefast upp á Chelsea sem reynir að semja við miðjumanninn Enzo Fernandez.
Fernandez er ein af nýju stjörnum Evrópu en hann lék frábærlega með argentínska landsliðinu á HM í Katar.
Fernandez er þó samningsbundinn í Evrópu við Benfica og ætlar sér að komast burt í janúarglugganum.
Chelsea hefur reynt að semja við Benfica um kaup á miðjumanninum en félagið heimtar 106 milljónir punda sem er kaupákvæði í hans samningi.
Blaðamaðurinn Cesar Luis Merlo segir að viðræðurnar séu nú sigldar í strand og hefur Benfica enga trú á að samkomulag náist við Chelsea.
Chelsea bauð í kringum 100 milljónir punda í Fernandez sem vann einmitt HM með Argentínu í desember.