Leikmenn PSG stóðu heiðursvörð fyrir Lionel Messi þegar hann snéri aftur til baka til æfinga sem Heimsmeistari í fótbolta.
Eins og allir vita varð Messi heimsmeistari með argentíska landsliðinu fyrir áramót. Liðið vann Frakka í æsispennandi úrslitaleik.
Messi og félagar fengu því lengra frí en nú er hann mættur aftur til Paris Saint-Germain.
Mesta athygli vekur við heiðursvörðinn er svipurinn sem Ethan Mbappe sýndi þegar Messi labbaði framhjá. Bróðir hans Kylian Mbappe fékk nokkra daga frí frá æfingum en hann skoraði þrennu í tapinu gegn Argentínu í úrslitum.
Messi var vel fagnað af liðsfélögum sínum eins og sjá má hér að neðan.
A guard of honour for our World Champion! 👏❤️💙#BravoLeo pic.twitter.com/OHIkKALbUl
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) January 4, 2023