Brentford hefur fengið til sín sóknarmanninn Kevin Schade frá þýska félaginu Freiburg.
Þessi 21 árs gamli leikmaður kemur á láni til að byrja með en gæti farið endanlega til Brentford næsta sumar.
Ef það gengur eftir verður hann dýrastur í sögu félagsins, þó nákvæm upphæð sé ekki tekin fram.
Schade hefur komið við sögu í átta leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en yfirleitt sem varamaður.
✍ Welcome to Brentford, @kevinschade_#SchadeSigns pic.twitter.com/R35JeqVXIf
— Brentford FC (@BrentfordFC) January 4, 2023