fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
433Sport

Segja Man Utd vilja annan miðvörð með Varane

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 11:00

Jules Kounde (til vinstri). Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Daily Mail hefur Manchester United áhuga á Jules Kounde, miðverði Sevilla.

Man Utd virðist vera að færast nær því að krækja í Raphael Varane frá Real Madrid. Miðað við nýjustu fréttir ætlar félagið ekki að láta það duga.

Hinn 22 ára gamli Kounde hefur verið hjá Sevilla frá árinu 2019. Hann hefur leikið virkilega vel og var til að mynda í franska landsliðshópnum á Evrópumótinu fyrr í sumar.

Kounde er samningsbundinn spænska liðinu til ársins 2024. Það er því ljóst að Man Utd þyrfti að reiða fram háa upphæð, ætli það sér að klófesta varnarmanninn unga.

Kounde hefur einnig verið orðaður við Chelsea og Tottenham í sumar.

Raphael Varane. Mynd/Getty
Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Newcastle að hefja viðræður við mögulegan arftaka Bruce

Newcastle að hefja viðræður við mögulegan arftaka Bruce
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Krísa í Bítlaborginni – Margir meiddir og staða Gylfa áfram óljós

Krísa í Bítlaborginni – Margir meiddir og staða Gylfa áfram óljós
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þessir þykja líklegastir til að taka við Newcastle – Stór nöfn á blaði

Þessir þykja líklegastir til að taka við Newcastle – Stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Klopp reiddist blaðamanni og gekk út úr viðtali – ,,Ég er ekki hálfviti“

Sjáðu myndbandið: Klopp reiddist blaðamanni og gekk út úr viðtali – ,,Ég er ekki hálfviti“