fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
433Sport

Man Utd reyndi að koma van de Beek til Spánar en leikmaðurinn vill ólmur berjast fyrir sæti sínu

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 09:08

Donny van de Beek í leik með Manchester United. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt spænska blaðinu Sport vildi Manchester United selja hollenska miðjumanninn Donny van de Beek til Barcelona í sumar. Leikmaðurinn vill hins vegar vera áfram í Manchester.

Van de Beek kom til Man Utd frá Ajax síðasta sumar fyrir 34 milljónir punda. Fyrsta leiktíð hans var þó vonbrigði. Hann kom aðeins við sögu í fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Í kjölfarið fóru af stað orðrómar um að hann myndi fara frá félaginu eftir aðeins eitt tímabil.

Man Utd vildi koma honum til Barcelona en leikmaðurinn sjálfur vill ekki fara. Ekki kemur fram hvort að Börsungar hafi verið reiðubúnir til þess að kaupa leikmanninn.

Hinn 24 ára gamli van de Beek ætlar að berjast fyrir sæti sínu í liðinu hjá Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Man Utd.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Newcastle að hefja viðræður við mögulegan arftaka Bruce

Newcastle að hefja viðræður við mögulegan arftaka Bruce
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Krísa í Bítlaborginni – Margir meiddir og staða Gylfa áfram óljós

Krísa í Bítlaborginni – Margir meiddir og staða Gylfa áfram óljós
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þessir þykja líklegastir til að taka við Newcastle – Stór nöfn á blaði

Þessir þykja líklegastir til að taka við Newcastle – Stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Klopp reiddist blaðamanni og gekk út úr viðtali – ,,Ég er ekki hálfviti“

Sjáðu myndbandið: Klopp reiddist blaðamanni og gekk út úr viðtali – ,,Ég er ekki hálfviti“