fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Óskar Hrafn öskuillur eftir jafnteflið: ,,Gæti örugglega skrifað BA ritgerð um dómgæsluna“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 22:33

Mynd: Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var í raun öskuillur í viðtali við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik við FH.

Blikar þurftu að sætta sig við eitt stig á heimavelli í leik sem lauk með 3-3 jafntefli í Kópavogi.

Óskar viðurkennir að hann sé hundfúll með frammistöðuna og vildi meira frá sínum mönnum.

,,Ég er bara hundfúll. Ég lít á þetta sem tvö töpuð stig, við áttum að vera löngu búnir að klára þetta. Hreint og beint ömurlegt hjá okkur að loka ekki þessum leik,“ sagði Óskar við Stöð 2 Sport.

,,Við erum ekki þreyttir, við keyrðum á fullri ferð í 90 mínútur í dag, það er engin þreyta sem afsakar þetta. Menn æfa allan veturinn til að vera klárir í svona, æfing tvisvar á dag skiptir engu máli. Þetta er hugarfar.“

,,Það er ekki í boði að afsaka þetta með þreytu. Þetta var bara lélegt, einstaklingsmistök í vörn og við tókum ekki færin okkar. Það var fullt af stöðum sem við áttum að gera betur í, ég er bara hundfúll.“

Damir Muminovic fékk dæmda á sig vítaspyrnu í seinni hálfleik og segir Óskar að tækling varnarmannsins hafi verið heimskuleg.

,,Ég gæti örugglega skrifað BA ritgerð um dómgæsluna á mótinu til þessa en þetta var bara heimskulegt hjá Damir. Þú veður ekki á 300 kílómetra hraða í mann sem er með boltann inn í teig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum