Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur staðfest það að liðið sé að leita að nýjum leikmönnum í janúar.
Shkodran Mustafi er sá nýjasti til að fara á meiðslalista Arsenal en hann lék í 2-1 sigri á Bournemouth og var borinn af velli.
Arsenal mun reyna að styrkja sig áður en glugginn lokar en það mun gerast þann 31. janúar.
,,Við þurfum að skoða hann en þegar Mustafi fer af velli þá er það yfirleitt ekki gott,“ sagði Arteta.
,,Við erum á markaðnum. Við erum að leita að nýjum hlutum með því fjármagni sem við erum með og þegar ég er með meiri fréttir þá segi ég ykkur frá þeim.“