fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
433Sport

Steven Lennon er ekki á leið Í KR

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram kom í hlaðvarpsþættinum, Steve Dagskrá í gær að möguleiki væri á því að Steven Lennon framherji FH væri á leið Í KR. Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR segir ekkert til í því.

,,Þetta hefur ekkert komið til umræðu hjá okkur eða á okkar borð, enda er þessi umræddi leikmaður samningsbundinn sínu félagi,“ sagði Kristinn við 433.is í dag.

Lennon hefur talsvert verið á milli tannana á fólki eftir pilluna sem hann sendi á FH í síðustu viku, þar talaði hann um að sonur hans væri að grafa eftir launagreiðslum sínum. Umræðan um vandræði FH að borga laun hefur verið talsverð.

Framherjinn knái hefur spilað með FH frá 2014 en hann hefur reglulega verið orðaður við önnur félög. Þannig hafði Valur áhuga á að kaupa hann í maí á þessu ári, þá hefur Breiðablik oftar en einu sinni freistað gæfunnar.

Lennon er með samning við FH út næstu tvö tímabil en hann fékk fjögurra ára samning hjá FH árið 2018 þegar Breiðablik sýndi honum áhuga. Lennon er 31 árs gamall skoskur framherji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gylfi og félagar skoruðu 5 mörk og unnu

Gylfi og félagar skoruðu 5 mörk og unnu
433Sport
Í gær

Þjálfarinn opnar sig um slagsmálahundinn – „Vonandi getur hann hætt að hugsa um þetta“

Þjálfarinn opnar sig um slagsmálahundinn – „Vonandi getur hann hætt að hugsa um þetta“
433Sport
Í gær

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu
433Sport
Í gær

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði
433Sport
Í gær

Bale brosti út að eyrum við komuna til London

Bale brosti út að eyrum við komuna til London
433Sport
Í gær

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun