fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Atli Rafn Sigurðsson vill fá 13 milljónir í skaða- og miskabætur frá Kristínu Eysteinsdóttur leikhússstjóra Borgarleikhússins og Leikfélagi Reykjavíkur. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Greint er frá þessu á vef Vísis.

DV greindi fyrst frá því í desember 2017 að Atli Rafn hefði verið rekinn í kjölfar #Metoo-byltingarinnar. Fjöldi nafnlausra ásakana um kynferðislega áreitni voru birtar úr lokuðum hópi á Facebook, sögðu konur innan hópsins við DV að Atli Rafn hafi verið meðal þeirra sem komu einna oftast fram í sögum. Allar sögurnar voru síðar birtar í fjölmiðlum en þó án nafna geranda og þolanda. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri neitaði í fyrstu að svara DV en Atli Rafn átti að leika burðarhlutverk í sýningunni Medea, sem átti að frumsýna í byrjun árs 2018.

Sjá einnig: Atli Rafn rekinn viku fyrir frumsýningu

Kristín sagði daginn ef að hún hafi verið að bregðast við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki. Atli Ragn hafi ekki verið rekinn vegna nafnlausra ásakana: „Ég var að bregðast við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki, sem hafa borist beint til leikhússtjóra. Leikhússtjóri, framkvæmdastjóri og stjórn Leikfélags Reykjavíkur voru einhuga um þessa ákvörðun og hún var tekin eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli.“ Sama sagði í tilkynningu sem barst til DV daginn áður, þar sagði: Ákvörðun um uppsögnina var vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur og leikhússtjóri voru einhuga um ákvörðunina.

Sjá einnig: Atli Rafn var rekinn vegna ásakana frá starfsfólki

Í stefnunni, sem greint er frá á vef Vísis, segir að Atli Rafn hafi komið af fjöllum þegar hann var kallaður inn á fund Kristínar 16.desember 2017: „Hann vissi hvorki þá, né veit í dag, til þess að hann hafi áreitt neinn aðila, hvorki kynferðislega né með öðrum hætti, hvorki þá nýverið né í fyrri tíð. Hann vissi ekki til þess að hafa verið andlag neinna „Me too“ sagna að undanskilinni einni, sem lýtur að upplifun leikkonu á samskiptum við stefnanda, sem hann upplifði ekki með sama hætti. Óumdeilt er í málinu að sú saga var ekki aflvaki uppsagnarinnar.“

Í stefnunni segir einnig að eftir að málið kom upp hafi Atli Rafn ekki fengið eitt einasta leiklistarverkefni, fyrir utan fastráðningu við Þjóðleikhúsið. Áður hafi hann getað valið úr verkefnum. Meðal þess sem hann missti var auglýsingalestur fyrir Krónuna sem hann fékk 150 þúsund krónur fyrir á mánuði:

„Enginn vafi er á því að tekjuöflunarhæfi leikara eins og stefnda er algjörlega háð ímynd og orðspori, sem í hans tilviki hefur beðið alvarlegan hnekki. Það hefur haft bein áhrif á þau verkefni sem hann sinnti á þeirri stundu, sem honum var sagt upp störfum og gert það að verkjum að tekjuöflunarhæfi hans er verulega skert.“

Þar að auki hafi ákvörðunin verið „óréttlætanleg“, ekki byggt á neinni rannsókn og með þessu hafi verið vegið að æru Atla Rafns: „Háttsemi stefndu Kristínar fól í sér að stefnda var sýnd lítilsvirðing, hann niðurlægður á opinberum vettvangi og vegið að æru hans.“

Í tilkynningu frá Leikfélagi Reykjavíkur segir að lögmaður félagsins muni rökstyðja afstöðu félagsins fyrir dómi: „Tekið var á málinu á þann hátt sem stjórnendur Leikfélags Reykjavíkur töldu, og telja enn hafa verið, það eina rétta í stöðunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu