fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Atli Rafn var rekinn vegna ásakana frá starfsfólki

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. desember 2017 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atla Rafni Sigurðarsyni leikara var ekki vikið frá störfum í Borgarleikhúsinu vegna nafnlausra ásakana eins og fram kom í fréttum í gær. Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir að hún hafi verið að bregðast við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki.

Þetta segir Kristín í samtali við RÚV.

DV greindi frá því í gær að Atli hafi verið rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Átti Atli að leika burðarhlutverk í sýningunni Medea, sem átti að frumsýna strax eftir jól en þeirri sýningu verður frestað.

Eins og fram kom í gær hefur nafn Atla borið á góma í umræðum í lokuðum hópi kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð. Konur innan hópsins hafa sagt í samtali við DV að Atli Rafn hafi verið meðal þeirra sem komu einna oftast fram í sögum. Allar sögurnar voru síðar birtar í fjölmiðlum en þó án nafna geranda og þolanda.

Kristín bendir þó á að Atli hafi ekki verið rekinn vegna þessara nafnlausu ásakana

„Ég var að bregðast við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki, sem hafa borist beint til leikhússtjóra. Leikhússtjóri, framkvæmdastjóri og stjórn Leikfélags Reykjavíkur voru einhuga um þessa ákvörðun og hún var tekin eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli,“ segir Kristín í frétt RÚV um málið.
Atli Rafn sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna málsins. Þar sagði Atli: „Brottreksturinn kemur til vegna nafnlausra ásakana á hendur mér, sem tengjast þeirri þörfu umræðu í samfélaginu sem kennd er við „Me Too“.

„Mér hefur ekki verið greint frá því hvers eðlis þær ásakanir eru, frá hvaða tíma, hverjir eiga í hlut, né nokkuð annað sem getur gert það að verkum að ég geti tjáð mig um þær. Vegna þess mun ég ekki tjá mig frekar um málið. Ég þakka starfsfólki Borgarleikhússins kærlega fyrir samstarfið og harma að það hafi endað á þessum nótum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“