Á fimmtudagskvöld í síðustu viku var brotist inn í leikfangaverslunina Kids Coolshop. Þaðan var stolið Pokémonspilum að verðmæti sem svarar til um 400.000 íslenskra króna.
Tæpum sólarhring áður var brotist inn í bókaverslun í bænum. Þar höfðu innbrotsþjófarnir verðmæti upp á sem svarar til 1,2 milljóna íslenskra króna upp úr krafsinu, bæði reiðufé og Pokémonspil.