fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. júlí 2025 09:00

Donald Trump er á mikilli sigurgöngu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump virðist vera að upplifa pólitíska „gullöld“ sína þessa dagana, en á undanförnum vikum hefur forsetinn náð ýmsu í gegn bæði í innanríkis- og utanríkismálum. Því verður ekki neitað sama hver skoðun fólks er á sjálfum gjörningnum.

Þróunin hefur komið jafnvel gagnrýnendum hans á óvart og eru margir á því að  staða hans hafi styrkst verulega á pólitíska sviðinu.

Einn helsti sigur Trump var samþykkt umfangsmikils fjárlagafrumvarps sem hann sjálfur kallaði „One Big Beautiful Bill“.

Í einfölduðu máli innihélt frumvarpið fjölmörg stefnumál  sem Tump hefur lengi barist fyrir, meðal annars skattalækkanir á þjórfé, yfirvinnu og lífeyrissjóð  og 25 milljarða dollara fjárveiting til loftvarna og landamæravörslu.

Gagnrýnendur hafa þó bent á að frumvarpið innihaldi skattalækkanir til auðugustu einstaklinganna í Bandaríkjunum en hinir efnaminni þurfi að axla byrðarnar, til að mynda með afnámi heilbrigðistrygginga hjá stórum hluta. Margir telja að lögin, þó verulega umdeild séu, marki stærsta löggjafarsigur Trumps frá endurkomu hans til valda.

Á sama tíma hefur forsetinn stigið fast til jarðar utanríkismálum. Bandarísk stjórnvöld, með stuðningi Trumps, gripu til hernaðaraðgerða gegn Íran eftir að átök brutust út í Miðausturlöndum. Loftárásir á kjarnorkutengd skotmörk voru framkvæmdar í samstarfi við Ísrael, og leiddu þær til vopnahlés, hversu lengi sem það varir, eitthvað sem margir höfðu talið óhugsandi

Þá hefur Trump einnig beitt þrýstingi innan Atlantshafsbandalagsins, þar sem hann hvatti aðildarríki til að auka hernaðarútgjöld sín í 5% af vergri landsframleiðslu og fékk aðildarríkin til að lúta vilja sínum í þeim efnum.

Á sviði dómsmála hefur forsetanum einnig gengið vel. Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað nýverið upp úr með úrskurði sem styður við stefnu Trump-stjórnarinnar í innflytjendamálum og afmarkar vald lægri dómstóla í ákveðnum stjórnsýslumálum. Þá lauk málaferlum forsetans gegn CBS-sjónvarpstöðinni með sátt, þar sem sjónvarpsstöðin samþykkti að greiða honum 16 milljónir dollara fyrir að hafa birt viðtal, sem var klippt til með rangfærslum, við Kamölu Harris varaforseta.

Í ýmsum öðrum málum hefur forsetinn einnig fengið sínu framgengt. Með þrýstingi sínum tókst honum að knýja kanadísk stjórnvöld til að fella niður nýjan skatt á bandarísk tæknifyrirtæki.

Efnahagslegar vísbendingar hafa einnig verið honum í hag. Hlutabréfamarkaðir hafa náð nýjum hæðum og fjöldi ólöglegra innflytjenda sem ná landamærum hefur farið minnkandi, samkvæmt gögnum bandarískra yfirvalda.

Að mati pólitískra álitsgjafa, sum sumir hverjir eru ekki miklir aðdáendur forsetans, hefur árangur hans verið með ólíkindum á skömmum tíma.  Þó pólitískt landslag sé áfram mjög skipt í Bandaríkjunum, benda síðustu vikur til þess að Trump hafi tryggt sér yfirhöndina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Enn hlýrra loft í kortunum í dag

Enn hlýrra loft í kortunum í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“