En það getur verið ansi pirrandi þegar netsambandið er hægt og það tekur heila eilífð, að því er virðist, að hlaða forriti niður eða horfa á streymisveitur því myndin er alltaf að frjósa.
Lítill hraði á Internetinu er eitt algengasta vandamálið sem netnotendur upplifa. Það er ýmislegt sem getur valdið þessu, allt frá þjónustuaðilanum til staðsetningar beinisins eða hvaða hlutir eru nálægt honum og trufla sendingar hans.
Meðal þeirra hluta sem trufla sendingar beinis eru:
Örbylgjuofnar sem vinna á tíðninni 2,4 GHz því þetta er sama tíðnin og margir beinar nota til að senda WiFi-merkið. Sendingar tækjanna geta skarast, sérstaklega þegar örbylgjuofninn er í gangi og er nærri beininum.
Þráðlausir símar eru ekki mikið notaðir í dag, þar er átt við aðra síma en farsíma, en þeir sem vinna á tíðninni 2,4 GHz geta truflað sendingar beinisins. Símarnir senda merki frá sér sem geta truflað beininn og rofið sendingar hans eða hægt á netsambandinu.
Málmhlutir geta lokað fyrir netsambandið og má þar nefna að ekki er skynsamlegt að staðsetja beininn nærri ísskápum, þvottavélum og eldavélum. Þess utan geta þykkir veggir, sérstaklega úr steypu eða múrsteinum, dregið úr sendistyrk beinisins.