fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði

Pressan
Laugardaginn 8. mars 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Donald Trump forseta Bandaríkjanna hafa úthúðað Amy Coney Barrett dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Eru þeir ósáttir við að hún hafi átt þátt í dómum réttarins þar sem ekki hefur verið farið að vilja Trump. Segja þeir Barret eiga að gera það sem Trump vilji þar sem hann hafi skipað hana í embættið.

Barrett var skipuð dómari við Hæstarétt árið 2020 í fyrri forsetatíð Trump en heimssýn hennar er í íhaldssamari kantinum en hún var meðal þeirra dómara réttarins sem komust að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggði ekki konum rétt til að fara í þungunarrof en í kjölfarið voru þau réttindi skert verulega víða um landið.

Í nýlegum úrskurðum réttarins hefur hún verið meðal þeirra dómara sem hafa komist að niðurstöðu í dómsmálum sem ekki hefur verið Trump að skapi en í öllum tilfellum varð hennar atkvæði til þess að meirihluti réttarins dæmdi Trump og ríkisstjórn hans í óhag.

Sky News rifjar upp að eitt þessara mála snerist um hvort að lög heimiluðu stjórnvöldum að greiða ekki fyrir samninga við verktaka sem gerðir voru vegna þróunaraðstoðar en Trump-stjórnin hefur staðið fyrir miklum niðurskurði í málaflokknum.

Yfirlýstir stuðningsmenn Trump hafa vegna þessa kallað Barrett veiklundaða og sagt að hún hafi eingöngu verið skipuð í réttinn af því hún sé kona og kjósa þá að líta framhjá því hver það var sem skipaði hana. Trump hefur síðan hann sneri aftur í forsetaembættið beitt sér fyrir því að stöðva allar áætlanir sem snúið hafa að því að fjölga konum og fólki úr minnihlutahópum í opinberum störfum.

Tryggð

Það virðist ekki duga þessum mönnum að Barrett hefur í mörgum öðrum málum úrskurðað eins og þeir og Trump vilja.

Anthony Kreis lagaprófessor segir að það virðist ekki vera nóg fyrir stuðningsmenn Trump, til að vera skipaður dómari við Hæstarétt, að vera íhaldsmaður heldur sé talið nauðsynlegt fyrir viðkomandi að sýna forsetanum fullkomna tryggð.

Barrett hefur sagt að skipan hennar hafi haft mikil áhrif á líf fjölskyldulífið ekki síst vegna aukinna öryggisráðstafana, sem nayðsynlegt þótti að grípa til, en hún er gift og á sjö börn en það yngsta verður 10 ára á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést