fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

Þingmaður repúblikana hló þegar hann fékk spurningu um Trump – „Það er nei frá mér, já“

Pressan
Mánudaginn 24. mars 2025 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öldungardeildarþingmaðurinn John Curtis gat ekki annað en flissað þegar hann fékk spurningu um Donald Trump Bandaríkjaforseta í umræðuþætti NBC, Meet the Press, á dögunum. Spurningin varðaði möguleikana á því að Trump verði kjörinn forseti í þriðja sinn árið 2028.

Bæði Trump og margir af hans háværustu stuðningsmönnum hafa gefið til kynna að leiða verði leitað svo Trump geti aftur boðið sig fram árið 2028, en forsetar mega samkvæmt bandarísku stjórnarskránni aðeins sitja tvö kjörtímabil. Trump var fyrst kjörinn árið 2016, svo aftur árið 2024 þannig tæknilega má hann ekki bjóða sig fram aftur. Hins vegar hefur einn hans harðasti stuðningsmaður og ráðgjafi, Steven Bannon, hefur ítrekað sagt að unnið sé að því að gera þriðja kjörtímabilið að raunhæfum möguleika. Þingmaðurinn Andy Ogles lagði strax í janúar fram frumvarp í fulltrúadeildinni sem myndi heimila Trump að bjóða sig fram að nýju, en á sama tíma koma í veg fyrir framboð annarra fyrrum forseta sem setið hafa tvö kjörtímabil. Frumvarpið kvað á um að ef tvö kjörtímabil forseta væru ekki samfelld gæti hann boðið sig fram í þriðja skiptið.

Þetta frumvarp hefur þó ekki hlotið brautargengi sem stendur. John Curtis, sem situr á þingi fyrir repúblikana, varð spurður um ummæli Bannon: „Gætirðu í einhverjum kringumstæðum stutt þriðja kjörtímabil Trump, sem þó er óheimilt samkvæmt stjórnarskránni?“

Curtis skellihló. „Ég hefði ekki einu sinni stutt þriðja kjörtímabil George Washington,“ flissaði þingmaðurinn og bætti við: „Svo það er nei frá mér, já.“

Washington var fyrsti forseti Bandaríkjanna og steig eftirminnilega til hliðar eftir tvö kjörtímabil þrátt fyrir að skorað hefði verið á hann að bjóða sig aftur fram. Þessu fordæmi fylgdu svo aðrir forsetar þar til þessi venja var lögfest með viðbót við stjórnarskrána árið 1951. Þar segir að enginn geti verið kjörinn í embætti forseta oftar en tvisvar. Stuðningsmenn Trump hafa þó leitað leiða til að komast í kringum þessa reglu, svo sem með því að gera Trump næst að varaforseta. Þá gæti kjörinn forseti stigið til hliðar og þar með hleypt Trump aftur í Hvíta húsið. Eins hafa stuðningsmenn hans lagt til að hann hreinlega sitji bara áfram, blási af kosningarnar 2028.

Sjálfur gefur Trump lítið fyrir þessar hugmyndir. Hann segist ekki styðja hugmyndir um að breyta viðaukanum heldur ætli hann að nota þessi fjögur ár sem hann hefur nú í embætti til að koma Bandaríkjunum á rétta braut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Í gær

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi