fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Ný rannsókn vekur athygli – Smávegis áfengisneysla getur verið góð fyrir heilsuna

Pressan
Föstudaginn 21. mars 2025 22:00

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíður þú eftir að geta fengið þér rauðvínsglas um helgina? Ef svo er, þá skaltu lesa áfram því þú þarft kannski ekki að vera með samviskubit yfir að langa í rauðvín.

Það er auðvitað vel þekkt að áfengi getur verið skaðlegt fyrir heilsuna en niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að það geti verið ákveðinn heilsufarslegur ávinningur af því að drekka áfengi í miklu hófi.

TV2 segir að japanskir vísindamenn hafi rannsakað heilsufarsgögn 57.000 manns en þau náðu yfir tíu ára tímabil.

Rannsóknin leiddi í ljós að magn hins slæma kólesteróls jókst hjá þeim sem hættu að drekka áfengi.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu JAMA Network Open.

Einnig kom í ljós að þeir sem byrja að drekka áfengi, geta upplifað að magn kólesteróls batni.

„Ég vil ekki segja að það sé hollt að fá sér vínglas daglega en það er heldur ekki öruggt að það sé bara óhollt,“ sagði Jørg Mørland, prófessor við Oslóarháskóla, í samtali við TV2.

Greinarmunur er gerður á kólesteróli. Það er „góða“ kólesterólið HDL og hið „slæma“, LDL. Mørland sagði að fyrri rannsóknir bendi til að áfengisneysla auki magn „góða“ kólesterólsins og minnki magn þess „slæma“.

Hann sagðist vera sammála japönsku vísindamönnunum um að „hæfileg áfengisneysla tengist“ lægri dánartíðni af völdum sumra hjarta- og æðasjúkdóma.

Hann vill þó ekki ganga svo langt að segja ráðleggja fólki að byrja að drekka áfengi út af kólesterólinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Í gær

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum