fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

„Fyrrum tengdasonur minn barnaði mig – Það sem gerðist næst fyllti mig enn meiri skelfingu“

Pressan
Mánudaginn 17. mars 2025 04:25

Þungunarpróf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Játningar konu einnar á samfélagsmiðlinum Reddit hafa skilið marga eftir orðlausa. Hún skýrði þar frá því að hún hefði stundað kynlíf með fyrrum tengdasyni sínum og orðið ólétt eftir hann. En það sem gerðist í kjölfarið fyllti hana enn meiri skelfingu en þungunin.

„Ég var 38 ára og dóttir mín 18 ára og hún var í sambandi með Harry, sem var 24 ára. Ég var alkóhólisti og notaði önnur fíkniefni, aðallega kókaín. Ég var ekki góð manneskja og hvað þá góð móðir. Það var þó ekki eins og ég beitti dóttur mína ofbeldi eða eitthvað þess háttar, ég var bara sinnulaus og hafði meiri áhuga á áfengi og eiturlyfjum en henni, sérstaklega þegar hún var unglingur. Nú hef ég verið edrú í 14 ár,“ skrifaði hún.

Hún sagði síðan að henni hafi ekki líkað að dóttirin ætti í sambandi við Harry. Hann hafi verið alkóhólisti og eiturlyfjaneytandi eins og hún sjálf. „Ég sagði dóttur minni aldrei af hverju mér líkaði ekki við Harry. Hann daðraði við mig í sífellu og aldursmunurinn var of mikill að mínu mati.“

Dóttirin og Harry slitu síðan sambandinu og hún flutti á brott en þó ekki langt. Harry hélt áfram að koma til konunnar, þrátt fyrir að hún hafi ekki viljað fá hann heim til sín, til að drekka með henni eða fá félagsskap.

Upp úr þessu fóru þau að stunda kynlíf og að lokum varð hún barnshafandi. „Ég vissi að þetta var barnið hans. Ég hafði af hreinni heimsku stundað kynlíf án þess að nota smokk. Ég sagði honum aldrei að ég væri ólétt og fór í þungunarrof og hélt þessu leyndu,“ skrifaði hún.

Hún fór síðan í meðferð. Tveimur árum síðar tóku dóttir hennar og Harry aftur saman. Hann hafði þá farið í meðferð og hafði snúið lífi sínu til betri vegar.

„Í hreinskilni sagt, fylltist ég skelfingu. Hann myndi segja henni að við hefðum stundað kynlíf og hún myndi hata mig restina af lífinu. Þau komu til mín dag einn. Þegar dóttir mín var farin, sagði Harry að það væri engin ástæða til að segja henni hvað hafði gerst. Ég féllst á það. Nú hafa þau verið gift í 16 ár og eiga barn saman. Harry fékk krabbamein en sigraðist á því. Ég er edrú. Þannig er það,“ skrifaði hún síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Í gær

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp