fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Pressan
Mánudaginn 10. mars 2025 17:29

Sir Richard Shirreff er fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, varar við því að skuggaleg framtíð bíði Evrópu nái Vladimír Pútín Rússlandsforseti markmiðum sínum í Úkraínu. Þess vegna þurfi Evrópuríkin að standa saman í að tryggja Úkraínumönnum varnir.

Shirreff, sem var annar æðsti yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO á árunum 2011 til 2014, sagði í viðtali við The Sun um helgina að Pútín muni ekki láta staðar numið þegar og ef sigur vinnst í Úkraínu.

Telur hann að Pútín muni í kjölfarið einblína á ríki eins og Georgíu, Moldóvu og Rúmeníu þar sem hann muni reyna að koma strengjabrúðum sínum til valda. Því næst muni hann einblína á Eystrasaltsríkin og það muni leiða til allsherjarstríðs á milli Rússlands og aðildarþjóða NATO, að Bandaríkjunum undanskildum.

Shirreff segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi veitt NATO ákveðið rothögg með orðum sínum síðustu vikur. „Það sem Trump hefur gert er að varpa vafa – miklum vafa – á því hvort Bandaríkin vilji styðja áfram við sameiginlegar varnir í gegnum bandalagið, sem er undirstaða NATO,“ sagði hann.

Markmið Pútíns sé væntanlega að notfæra sér þessa stöðu sem er komin upp. Hún geti orðið að veruleika nema ríki Evrópu standi saman og sendi Úkraínumönnum fleiri vopn, þá sé mikilvægt að efla varnir í kringum Eystrasaltslöndin. Hann segir að ef Pútín fær það sem hann vill, í gegnum einhvers konar samning með aðkomu Bandaríkjanna, muni það þýða endalok Úkraínu áður en langt um líður.

„Það mun gefa Púitín tækifæri til að lýsa yfir sigri og endurnýja herlið sitt og búnað. Þá mun hann geta klárað Úkraínu því hann mun aldrei gefast upp á því markmiði sínu að taka yfir alla Úkraínu,“ segir hann. Þá muni Pútín líta svo á að án stuðnings Bandaríkjanna sé NATO veikburða og þá geti hann hugsað sér að fara inn í Eystrasaltsríkin.

„Og þá erum við komin í stríð við Rússa,“ sagði Shireff sem er breskur og bætti við að það sama ætti við um Frakka, Þjóðverja og Kanadamenn sem eru með hermenn í Eistlandi. Segist hann sjá fyrir sér svipaða stöðu þar og var uppi í Mariupol á fyrstu mánuðum innrásar Rússlands í Úkraínu. Úkraínski herinn veitti harða mótspyrnu og var borgin rústir einar eftir linnulausa stórskotahríð Rússa.

Shirreff segir að eina leiðin til að koma í veg fyrir þetta sé að Evrópa efli varnir sínar og búi sig undir það versta. „Það þarf að gera Pútín það 100% ljóst að ef hann ætlar sér að reyna eitthvað í Eystrasaltslöndunum fari hann blóðugur til baka úr þeirri heimsókn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?