fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Dæmdur í ævilangt fangelsi í annað sinn

Pressan
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Sansom, 45 ára Breti, var dæmdur í ævilangt fangelsi í síðustu viku og var það í annað sinn sem hann hlaut slíkan dóm. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi 1999 fyrir rán og morð á leigubílstjóra en fékk reynslulausn 2019.

Í síðustu viku var hann fundinn sekur um að hafa, í samvinnu við unnustu sína, Gemma Watts, myrt hina 38 ára Sarah Mayhew og fyrir að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar.

Sansom mun eyða því sem hann á eftir ólifað bak við lás og slá því dómarinn kvað upp úr um að hann muni aldrei geta fengið reynslulausn.

Watts var dæmd í ævilangt fangelsi en getur sótt um reynslulausn eftir 30 ár. Ef hún fær reynslulausn, mun hún verða undir eftirliti til æviloka. Sky News skýrir frá þessu.

Mayhew fannst látin í Rowdon Fields í suðurhluta Lundúna í byrjun apríl á síðasta ári. Síðast sást til ferða hennar skömmu áður en hún fór að hitta Sansom, sem hún hafði komist í kynni við í gegnum stefnumótaapp, í íbúð hans í Sutton í byrjun mars.

Í dómsorði sagði dómarinn að Sansom hafi haft í hyggju að myrða hana og að Watts, sem var heltekin af honum, hafi ákveðið að taka þátt í morðinu. Dómarinn sagði einnig að Mayhew hafi líklega fyllst skelfingu og þjáðst mikið þegar hún áttaði sig á að ætlunin var að myrða hana. Hún hafi verið saklaus kona sem var lokkuð í íbúðina til að deyja til að Sansom og Watts gætu látið hræðilega drauma sína rætast og svalað blóðþorsta sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?