Flestir flugfarþegar kannast örugglega við að skyndilega kviknar sætisbeltaljósið í flugvélinni. Vængirnir fara að hreyfast meira en venjulega á meðan vindurinn blæs á vélina neðan frá og ofan frá. Það brakar í sætunum og flugvélin kastast til eða hrapar aðeins niður á við í loftgati.
Það er stundum óþægileg lífsreynsla að lenda í ókyrrð í lofti en slíkt getur gerst á flestum flugleiðum. Í umfjöllun Euronews um málið kemur fram að það sé eitt land í Evrópu þar sem flugvélar lenda oftast í ókyrrð.
Í greiningu, sem var unnin af vefsíðunni Turbli, sem skráir ókyrrð í lofti í evrópsku lofthelginni, kemur fram að 8 af 10 „ókyrrustu“ flugleiðunum í Evrópu hefjast eða lýkur í Sviss.
Í fyrsta sæti er leiðin á milli Niece og Genfar. Í öðru sæti er það leiðin á milli Niece og Zürich og í þriðja sæti er það leiðin á milli Mílanó og Zürich.
Það er engin furða að Sviss tengist ókyrrð í lofti mjög því mörg fjöll eru í landinu og það hefur í för með sér að flugvélar lenda í ókyrrð þegar þær lækka flugið til að lenda. Þetta á við um flug á öllum svæðum þar sem fjöll eru. Ókyrrðin er mest næst jörðu, sérstaklega þegar yfirborðið er óslétt.
En aftur að listanum. Í fjórða sæti er leiðin á milli Nice og Basel. Í fimmta sæti er leiðin á milli Genf og Zürich. Í sjöunda sæti er leiðin á milli Nice og Lyon. Í áttunda sæti er leiðin á milli Genf og Fenyja. Í níunda sæti er leiðin á milli Lyon og Zürich og í tíunda sæti er leiðin á milli Feneyja og Zürich.