fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Pressan

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur

Pressan
Sunnudaginn 26. október 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA hefur gert tilraun til að útskýra hvers vegna geimverur hafi ekki gert vart um sig á jörðinni.

Dr. Robin Corget segir að málið sé í raun sáraeinfalt og ímyndar sér að geimverur, séu þær til, standi frammi fyrir sömu spurningunni – Erum við ein í heiminum?

Skýringin sé sú að vitsmunalíf á öðrum plánetum sé líklega ekki eins tæknivætt og geimverurnar sem birtast okkur í vísindaskáldskap. Hann birti nýlega grein um málið sem kallast: „A Less Terrifying Universe?“.

Þar tekur hann fram að engar sterkar sannanir séu fyrir háþróuðu vitsmunalífi í vetrarbrautinni okkar. Þetta sé grundvöllur kenningar sem er kölluð Fermi-þversögnin en hún felst í því að ef jörðin og maðurinn eru ekki sérstök þá gætu önnur þróaðri samfélög nú þegar hafa stofnað nýlendur í Vetrarbrautinni. Ef slíkt vetrarbrautarsamfélag væri til ættum við að vera umvafin sönnunargögnum um slíkt. Þessar sannanir eru þó ekki til staðar og einfaldasta skýringin því sú að maðurinn sé fyrsta menningarsamfélagið til að ná háu tæknistigi. Því sé enginn þarna úti sem hægt er að hafa samband við.

Corbert bendir það sé samt sem áður mögulegt að önnur menningarsamfélög þrífist í vetrarbrautinni og þau gætu verið jafn tækniþróuð eða aðeins þróaðri en við. Maðurinn sé sem stendur ekki kominn með getuna til að ferðast þær gríðarlegu vegalengdir sem þyrfti til að heimsækja aðra byggilega plánetu ekkert víst að slíkt verði yfirhöfuð mögulegt. Nefnir Corbert sem dæmi reikistjörnuna Proxima Centauri b, en það tæki mannkynið 100 þúsund ár að ferðast þangað, sem er töluverð skuldbinding og tímafrek.

Kenning vísindamannsins er því sú að geimverurnar hafi annað hvort ekki tæknina sem þarf til að hafa samband við okkur, eða hafi hreinlega engan áhuga á því að reyna. Jörðin sé kannski ekki bara nægilega spennandi áfangastaður fyrir geimverur. Hann tekur fram að það sé raunhæfur möguleiki á því að maðurinn komist í samband við geimverur, en líklega myndi slíkt ekki standa undir væntingum og valda vonbriðgum þar sem geimverurnar hefðu enga ofurtækni sem hægt væri að deila með okkur – eins og til dæmis getuna til að ferðast hraðar en ljósið.

Stóra spurningin hafi lengi verið sú hvort maðurinn sé einn í heiminum eða ekki og þykja báðir valkostirnir ógnvekjandi. Kenning Corbert er að svarið sé bæði já og nei. Maðurinn sé ekki einn í heiminum, en gæti allt eins verið litlar líkur séu á geimverurnar geti eða vilji hafa samband við okkur. Þetta kannar hann kenninguna um öfgakenndan hversdagsleika (e. radical mundanity). Menningarsamfélög í vetrarbrautinni séu líklega bara svipuð okkur, ekki með einhverja ofurtækni sem ögrar þekktum lögmálum eðlisfræðinngar, og jafnvel ef einhver hefði slíka tækni þá sé ekkert víst að slíkum ofurgeimverum þætti jörðin nógu áhugaverð til að skipta sér að okkur.

Stjarneðlisfræðingurinn Michael Garrett segir þetta áhugaverða kenningu en sjálfur vill hann horfa jákvæðari augum á geiminn. Hann leggur til að geimverur séu svo þróaðar að mannkynið hafi ekki getuna til að finna þær.

Eins hafa komið fram kenningar um að ef háþróað menningarsamfélag er þarna úti þá sé ekkert víst að það hafi áhuga á samskiptum við mannkynið, sem hefur þegar þróað vopn sem það getur tortímt sjálfu sér með á svipstundu. Geimverurnar gætu verið til, en séu hræddari við okkur en við við þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda