fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Verðandi milljarðamæringur myrti besta vin sinn

Pressan
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 04:33

Dylan Thomas.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann mun væntanlega erfa sem nemur um 40 milljörðum íslenskra króna en það er hætt við að hann geti ekki notað peningana mikið því hann hefur verið fundinn sekur um að hafa myrt besta vin sinn.

BBC skýrir frá þessu og segir að morðið hafi verið sérstaklega „villimannslegt og hrottalegt“.

Dylan Thomas, 24 ára, er erfinginn að skoska tertuveldinu Peter‘s Pies sem afi hans stofnaði með bróður sínum. Þeir voru einmitt viðstaddir dómsuppkvaðninguna í síðustu viku.

Dylan var dæmdur í ævilangt fangelsi. Samkvæmt breskum lögum þá getur hann sótt um reynslulausn eftir 19 ár.

Dylan bjó með besta vini sínum, sem var ári yngri. Á aðfangadagskvöld 2023 stakk hann vin sinn 37 sinnum með stórum eldhúshnífi og grænmetishnífi. Hann játaði að hafa orðið honum að bana en sagði að það hafi ekki verið ásetningur hans.

Dómarinn sagði morðið hafa verið „tilgangslaust“ og lagði áherslu á að refsingin ætti ekki að vera mælikvarði á hvers virði líf hins myrta var, því mannslíf séu „ómetanleg“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?