fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn

Pressan
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 06:30

Suðurafrískur lögreglumaður að störfum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír eru í haldi lögreglunnar í Jóhannesborg í Suður-Afríku, grunaðir um að hafa staðið að smygli á fólki og mansal. Mennirnir voru handteknir eftir að 26 naktir Eþíópíumenn fundust í húsi í borginni. Voru þeir fórnarlömb mansals.

The Guardian segir að tilkynnt hafi verið um brothljóð, sem bárust frá húsi einu, þegar margir af um 60 Eþíópíumönnum, sem var haldið þar föngnum, hafi brotist út úr húsinu. Allir voru þeir klæðalausir.

Lögreglan handtók þrjá menn á vettvangi, grunaða um mansal og vörslu skotvopna. 11 voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

Lögreglan hefur ekki enn haft upp á öllum Eþíópíumönnunum sem voru í húsinu.

Talsmaður lögreglunnar sagði að ummerki á vettvangi bendi til að um mansal hafi verið að ræða og að mennirnir hafi verið látnir vera naktir til að niðurlægja þá og koma í veg fyrir að þeir myndu flýja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum