fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Japanir sárir út í Trump eftir að hann líkti árásunum á Íran við kjarnorkuárásina á Hirsoshima

Pressan
Föstudaginn 4. júlí 2025 11:30

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjóri Hiroshima hefur boðið Bandaríkjaforseta að koma í heimsókn eftir að forsetinn líkti sprengjuárás Bandaríkjanna á Íran við kjarnorkuárásina sem var gerð á Hiroshima árið 1945.

Á leiðtogafundi NATO í síðustu viku sagði Donald Trump:

„Árásin sem lauk stríðinu. Ég vil ekki nota Hiroshima sem dæmi, ég vil ekki nota Nagasaki sem dæmi, en þetta var í grófum dráttum eins.“

Kjarnorkuárásirnar hafi markað endalok heimsstyrjaldarinnar alveg eins og nýleg árás Bandaríkjanna á kjarnorkuinnviði Írans batt endi á átök Íran og Ísrael.

Japanir voru ekki ánægðir með þessi ummæli forsetans. Borgarstjórn Hiroshima samþykkti ályktun þar sem ummælin voru fordæmd og sögð réttlæta notkun kjarnorkusprengja, eftirlifendur kjarnorkuárásanna héldu fámenn mótmæli við minnisvarða um þá sem féllu í árásinni og borgarstjórinn Kazumi Matsui sagði við fjölmiðla:

„Mér sýnist sem svo að hann átti sig ekki fyllilega á raunveruleika kjarnorkusprengja sem, ef notaðar, svipta fjölda sakleysingja lífinu sama hvort sem þeir eru bandamenn eða óvinir, og ógna tilvist mannkynsins.“

Matsui sagðist óska þess að Trump kæmi í heimsókn til að sjá afleiðingar kjarnorkusprengjanna og andlegu sárin sem Hiroshima mun bera vegna þeirra til frambúðar. 140 þúsund Japanir féllu í árásinni á Hiroshima og 74 þúsund í Nagasaki, ýmist vegna sprengjunnar sjálfrar eða sökum geislaeitrunar.

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, Tusli Gabbard, heimsótti Hiroshima nýlega og sagði heimsóknina hafa slegið hana.

„Ég heimsótti nýlega Hiroshima í Japan og stóð í hjarta borgar sem enn ber ör eftir ólýsanlega hrylling sem ein kjarnorkusprengja olli árið 1945, fyrir 80 árum síðan. Það er erfitt að koma því sem ég sá í orð, sögunum sem ég heyrði og átakanlegri sorginni sem enn liggur þar yfir. Þetta er reynsla sem ég mun aldrei gleyma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni