Fyrrverandi breskur heimilislæknir, Dr. Gregory Manson, 56 ár gamall, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðislega áreitni í garð fjölmargra sjúklinga.
Dómurinn var kveðinn upp við dómstól í Canterbury (Canterbury Crown Court). Gregory Manson er sagður hafa dulbúið kynferðislega misnotkun í búning læknisskoðana í í um tvo áratugi. Hann hóf störf árið 1998 en missti lækningaleyfið árið 2017 í skugga ásakana um kynferðisbrot.
Manson var sakfelldur fyrir brot gegn níu mönnum. Einn þeirra sagðist hafa verið svo skelfingu lostinn eftir misnotkun læknisins að honum var um megn að fara til hans aftur.
Manson var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir alls 12 brot gegn þessum níu mönnum. Ekki tókst að sanna önnur 18 meint brot hans.
Manson var sakaður um ónauðsynlega skoðun á kynfærum unglingspilta og karlmanna sem voru með hósta eða höfuðverk. Hann var einnig sagður hafa girt niður um suma mennina án leyfis.
Dómari sakaði Manson um að hafa brotið gegn karlkyns sjúklingum allan sinn feril sem læknir. „Af því að þú beittir misnotkun þinni undir yfirskini læknisskoðana vissu sumir mennirnir ekki að þú væri að snerta þá í kynferðislegum tilgangi. Það má ekki gleymast að þú braust gegn þeim með þessum hætti.“
Manson er sakaður um gífulega misnotkun á trausti og sagði dómarinn að vegna þess að fólk treystir almennt heimilislæknum hafi verið auðvelt fyrir hann að brjóta gegn sjúklingum sínum. Brot hans voru sögð vera úthugsuð og fullkomlega að yfirlögðu ráði.
Sjá nánar á Metro