fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Stóra, fagra frumvarpið samþykkt

Pressan
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í dag umfangsmikið efnahagsfrumvarp sem Donald Trump skírði: Stóra, fagra frumvarpið. Litlu mátti muna en frumvarpið var samþykkt með 218 atkvæðum gegn 214.

Trump mun svo lögfesta frumvarpið með undirritun sinni á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna sem er einmitt á morgun.

Tveir þingmenn Repúblikana greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, Thomas Massie frá Kentucky og Brian Fitzpatrick frá Pennsylvaníu.

Frumvarpið er vægast sagt umdeilt. Auðkýfingurinn Elon Musk hefur ítrekað fullyrt að verði frumvarpið á lögum muni það hneppa bandarísku þjóðina í skuldaánauð til frambúðar. Eins er frumvarpið sagt hampa efnamiklum á kostnað efnaminni. Með frumvarpinu eru framlög til heilbrigðis- og almannaþjónustu skorin niður en framlög til varnamála hækkuð, svo dæmi séu tekin. Eins má þar finna umfangsmikla hækkun á skuldaþaki ríkissjóðs, en það hækkar um fimm þúsund milljarða dollara.

Skorið verður hressilega niður í almennum heilbrigðistryggingum sem kallast Medicaid og er áætlað að á næsta áratuginum muni rúmlega 12 milljónir Bandaríkjamanna vera án heilbrigðistryggingar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli