Þú sofnar líklega fljótt en af hverju kippist líkaminn til þegar við eigum að vera að róast og sofna?
Flestir upplifa þetta og sumir lenda í þessu daglega. Skýringuna á þessu er að finna í lífeðlisfræðinni á bak við svefn og kannski í sögu forfeðra okkar.
Í grein frá danska náttúrufræðisafninu segir að kippir af þessu tagi hafi átt uppruna sinn hjá forfeðrum okkar. Þeir sváfu venjulega uppi í trjám til að vera öruggir fyrir rándýrum og kenningin er að svefnkippirnir hafi þróast sem einhverskonar varnarviðbragð sem átti að hjálpa fólki til að geta gripið skjótt um greinina ef það var við að detta niður.
Þessi kenning þykir vera líkleg og það þykir styrkja hana að svefnkippir herja einnig á fleiri tegundir prímata, til dæmis simpansa og górillur. Þetta er ekki óeðlilegt því margir prímatar sofa í trjám.
En þetta skýrir ekki af hverju hundar kippast til þegar þeir eru að sofna. Þar getur önnur skýringin legið að baki.
Svefn byggist á tveimur stigum, einu með augnhreyfingum og öðru án augnhreyfinga. Fyrra stigið er þegar við erum að sofna. Við skiptum fjórum til fimm sinnum á milli þessara stiga yfir nóttina. Kippirnir eiga sér stað í byrjun fyrra stigsins, þegar augun hreyfast ekki. Þeir geta einnig átt sér stað þegar við skiptum á milli svefnstiganna.