Sky News segir að kafarar hafi fundið lík hans daginn degi síðar og hafi verið búið að bíta höfuðið af honum sem og vinstri handlegginn.
Michael Reid, faðir Jahmari, var á ströndinni þegar komið var með líkið í land. Hann sagðist ekki trúa því að sonur hans hefði farið einn að kafa og að það hafi endað svona.
Kafarar segjast hafa séð gríðarlega stóran tígrishákarl synda nærri staðnum þar sem líkið fannst. Hákarlar af þessari tegund hafa oft orðið fólki að bana.
Samkvæmt skráningu Shark Attack File, þá var þetta í fjórða sinn sem hákarl hefur orðið manneskju að bana við Jamaíka.