Þegar fyrst sást til ferða Hvaldimir í apríl 2019 var hann ekki fjarri rússnesku efnahagslögsögunni. Það sem vakti athygli var útbúnaður, sem var festur á hann, sem vakti grunsemdir um að hvalurinn væri notaður til njósna af Rússum. Svo virtist sem um litla myndavél væri að ræða og var hún fest með spennu sem á stóð „Equipment St Petersburg“. Þetta varð til þess að margir töldu að um njósnahval væri að ræða en vitað er að rússneski sjóherinn hefur þjálfað hvali til ákveðinna verkefna.
Eins og einhverja lesendur grunar eflaust, þá er nafnið Hvaldimir samsett úr norska orðinu „hval“ og skírnarnafni Vladímír Pútíns Rússlandsforseta.
Norska ríkisútvarpið hefur eftir Sebastina Strand, sjávarlíffræðingi, að því miður hafi Hvaldimir fundist dauður en ekki liggi fyrir hvað varð honum að bana, engir alvarlegir áverkar hafi verið sýnilegir á hræinu.