fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Safn smjörkóngsins selt á uppboði – Reikna með að fá 10 milljarða fyrir það

Pressan
Þriðjudaginn 17. september 2024 22:00

Mynd úr safni. Mynd:Johan Rönnby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn hófst fyrsta uppboðið af ansi mörgum á einu glæsilegasta myntsafni heims. Það fer fram hjá uppboðsfyrirtækinu Stack‘s Brown í Kaupmannahöfn.

Safnið var í eigu smjörkóngsins Lars Emil Bruun en það telur tæplega 20.000 myntir. Áður ein uppboðið hófst var reiknað með að fyrir eina myntina, gullpening frá 1496, myndi fást allt að ein milljón evra. En hún var slegin á 1,2 milljónir evra, svo salan fór strax fram úr væntingum. Í heildina vor

Eins og áður sagði var þetta fyrsta uppboðið af mörgum því í heildina verða þau 30 og fer það síðasta fram 2029.

Safnið er metið á sem svarar til um 10 milljarða íslenskra króna.

Lars Emil var kaupmaður og myntsafnari. Hann auðgaðist mjög á smjörsölu og er því stundum nefndur smjörkóngur.

Hann lést 1923 en áður hafði hann gert mjög óvenjulega erfðaskrá. Í henni var kveðið á um að myntsafnið skyldi varðveitt í danska seðlabankanum í 100 ár. Það átti að vera trygging ef svo illa færi að myntsafn seðlabankans myndi eyðileggjast í eldi eða vera stolið.

100 árin voru liðin á síðasta ári og nú hafa erfingjar hans ákveðið að selja safnið. Ekki er vitað með vissu hversu margir þeir eru en TV2 segir að talið sé að þeir séu 12. Fjölskyldan heldur spilunum mjög þétt að sér og hefur ekki viljað tjá sig um neitt er varðar málið og því vita fjölmiðlar ekki hversu margir erfingjarnir eru.

296 myntir voru seldar á laugardaginn og fengust 110 milljónir danskra króna fyrir þær en það svarar til um 2,2 milljarða íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?