fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Frönsk yfirvöld segja að sprenging hafi orðið í gyðingahatri í landinu

Pressan
Föstudaginn 13. september 2024 06:30

Strangtrúaðir gyðingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá hryðjuverkaárás Hamas í Ísrael þann 7. október á síðasta ári hefur orðið sprenging hvað varðar gyðingahatur og árásum á gyðinga í Frakklandi. Nýlega var ráðist á bænahús gyðinga í bænum La Grande-Motte, sem er nærri Montpellier, og þykir árásin vera skelfileg áminning um að gyðingahatur sé að taka á sig enn hættulegri mynd en áður og segja  yfirvöld að gyðingahatur hafi aukist mikið á síðustu mánuðum.

Árásarmaðurinn, sem er 33 ára og frá Alsír, var með skammbyssu og palestínskan fána bundinn um mittið. Hann reyndi að kveikja í bænahúsinu áður en laugardagsguðþjónusta átti að hefjast. Að sögn franskra fjölmiðla kveikti hann fyrst í tveimur bílum fyrir framan bænahúsið. Því næst skrúfaði hann frá gaskút, sem var tengdur við grill á staðnum, og sprakk hann.

Fimm manns, þar á meðal rabbíninn, voru inni í bænahúsinu en lögreglan kom fljótt á vettvang og náði að slökkva eldinn. Einn lögreglumaður meiddist lítillega.

Árásarmanninum tókst að flýja en var handtekinn 15 klukkustundum síðar í Nimes.

En rannsókn málsins og yfirheyrslur yfir manninum hafa leitt í ljós að þetta hefði getað farið miklu verr. Ef hann hefði látið til skara skríða aðeins seinna um morguninn hefði bænahúsið væntanlega verið fullt af fólki. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að maðurinn var með öxi meðferðis og hafði í hyggju að ráðast á fólk sem reyndi að flýja eldhafið.

Hryðjuverkalögreglan fer með rannsókn málsins og er það til merkis um hversu alvarlegt það er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?