Þetta kemur fram í nýrri skýrslu tölvuöryggisfyrirtækisins The Zcaler ThreatLabz. Segja skýrsluhöfundar að Dark Angels sé sá tölvuþrjótahópur sem þurfi að fylgjast best með næsta árið.
Forbes segir að lausnargjaldið upp á 10,4 milljarða sé það hæsta sem hefur verið greitt í máli sem þessu.
Leif Jensen, hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Eset Nordic, sagði í samtali við Ekstra Bladet að þetta sé auðvitað mjög há upphæð en ekki muni líða á löngu þar til þetta met verður slegið, líklega innan árs.
Hann sagði að það séu fyrirtækin sjálf sem ákveða að greiða lausnargjald í málum af þessu tagi og það geri þau eftir að hafa vegið og metið kostnaðinn við að greiða lausnargjaldið miðað við að þurfa að koma sér upp nýjum tölvukerfum og opna gögnin á nýjan leik.
En það er ekki þar með sagt að fyrirtækin fái gögnin sín aftur þótt þau greiði lausnargjaldið. Ástæðan er auðvitað að það eru glæpamenn sem er verið að eiga við og þeir standa ekki endilega við sitt.