fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Pressan

Tölvuþrjótar fengu 10,4 milljarða greidda fyrir gögn sem þeir læstu

Pressan
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 04:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvuþrjótahópurinn Dark Angels fékk sem svarar til 10,4 milljarða íslenskra króna greidda fyrir gögn sem hópurinn tók í gíslingu og læsti. Þessi gögn voru í eigu stórfyrirtækis.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu tölvuöryggisfyrirtækisins The Zcaler ThreatLabz. Segja skýrsluhöfundar að Dark Angels sé sá tölvuþrjótahópur sem þurfi að fylgjast best með næsta árið.

Forbes segir að lausnargjaldið upp á 10,4 milljarða sé það hæsta sem hefur verið greitt í máli sem þessu.

Leif Jensen, hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Eset Nordic, sagði í samtali við Ekstra Bladet að þetta sé auðvitað mjög há upphæð en ekki muni líða á löngu þar til þetta met verður slegið, líklega innan árs.

Hann sagði að það séu fyrirtækin sjálf sem ákveða að greiða lausnargjald í málum af þessu tagi og það geri þau eftir að hafa vegið og metið kostnaðinn við að greiða lausnargjaldið miðað við að þurfa að koma sér upp nýjum tölvukerfum og opna gögnin á nýjan leik.

En það er ekki þar með sagt að fyrirtækin fái gögnin sín aftur þótt þau greiði lausnargjaldið. Ástæðan er auðvitað að það eru glæpamenn sem er verið að eiga við og þeir standa ekki endilega við sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna kippist þú til rétt áður en þú sofnar

Þess vegna kippist þú til rétt áður en þú sofnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknar gefa góð ráð um hvernig er hægt að forðast fitusöfnun á maganum

Læknar gefa góð ráð um hvernig er hægt að forðast fitusöfnun á maganum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugvélin sem hvarf algjörlega

Flugvélin sem hvarf algjörlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri