fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Tölvuþrjótar fengu 10,4 milljarða greidda fyrir gögn sem þeir læstu

Pressan
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 04:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvuþrjótahópurinn Dark Angels fékk sem svarar til 10,4 milljarða íslenskra króna greidda fyrir gögn sem hópurinn tók í gíslingu og læsti. Þessi gögn voru í eigu stórfyrirtækis.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu tölvuöryggisfyrirtækisins The Zcaler ThreatLabz. Segja skýrsluhöfundar að Dark Angels sé sá tölvuþrjótahópur sem þurfi að fylgjast best með næsta árið.

Forbes segir að lausnargjaldið upp á 10,4 milljarða sé það hæsta sem hefur verið greitt í máli sem þessu.

Leif Jensen, hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Eset Nordic, sagði í samtali við Ekstra Bladet að þetta sé auðvitað mjög há upphæð en ekki muni líða á löngu þar til þetta met verður slegið, líklega innan árs.

Hann sagði að það séu fyrirtækin sjálf sem ákveða að greiða lausnargjald í málum af þessu tagi og það geri þau eftir að hafa vegið og metið kostnaðinn við að greiða lausnargjaldið miðað við að þurfa að koma sér upp nýjum tölvukerfum og opna gögnin á nýjan leik.

En það er ekki þar með sagt að fyrirtækin fái gögnin sín aftur þótt þau greiði lausnargjaldið. Ástæðan er auðvitað að það eru glæpamenn sem er verið að eiga við og þeir standa ekki endilega við sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum