Hitinn fór yfir 40 gráður á Mallorca á föstudaginn en miklir hitar hafa herjað á eyjuna og allan Spán að undanförnu.
Bild segir að báðir mennirnir hafi náð að hringja í neyðarlínuna, þeir hafi áttað sig á að eitthvað alvarlegt var að gerast. En því miður var það um seinan, ekki reyndist unnt að bjarga lífi þeirra.
Annar mannanna, sem var sextugur, fann skyndilega til mikillar vanlíðanar þar sem hann var staddur í Palma. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang, var það um seinan, hann var látinn. Krufning leiddi í ljós að hinn mikli hiti varð honum að bana.
Í aðeins sjö kílómetra fjarlægð lést 61 árs karlmaður. Hann var í bíl sínum og hringdi eftir aðstoð en var látinn er að var komið. Hiti varð honum einnig að bana.
Bild segir að í heildina hafi 771 látist af völdum hita á Spáni í júlí, flestir í síðustu viku mánaðarins.